Leita í fréttum mbl.is

Síðasta upphitun - síðasta vikan

Biggi ArnarIngvar HaraldsÁrni FinnsSíðasta upphitunin á Hilton var, eins og fyrri færslur bera með sér, í gær. Þar sat ég í hópi yndislegra drengja og við spjölluðum um heima og geima. Virkilega notalegt og gott spjall. Strákar þið eruð bara flottir og það var gaman að vera með ykkur.

 

 

Nú er bara vika þar til við förum að tínast til Akureyrar. Mikið ofboðslega verður það gaman!!!

Þann 6. júní fyrir 25 árum áttum við eftir að taka 2 – 3 próf á þeirri viku sem var fram að 14. júní, en svo skemmtum við okkur líka duglega á eftir. Þið getið séð hvaða próf það voru á próftöflunni sem er í myndaalbúmi merktu 6. bekkur óflokkað.

 

Ég er ekki viss hvort okkur mun finnast þessi vika sem nú fer í hönd jafnlöng eða stutt og okkur fannst hún fyrir þessum örfáu 25 árum en hitt er ég viss um að við munum skemmta okkur jafn vel og jafnvel enn betur núna en þá. Ég er farin að telja niður og er alveg viss um að það gerið þið líka.

 

Hlakka til að sjá ykkur,

Ásta Júlía

 

Hilton í dag

Sæl öll

Nú er bara rúm vika þar til við hittumst á Akureyri.

Við ætlum hins vegar að hittas á Hilton klukkan 17.00 í dag.

Hlakka til að sjá sem flesta.
Ásta Júlía


Lokaútkall!!!

Sæl öll

út í buskannNú eru að verða síðustu forvöð að skrá sig í okkar frábæru óvissuferð. Til að koma til móts við þarfir sem flestra hefur ferðanefndin ákveðið að gefa frest til skráninga til miðvikudagsins 4. júní. Það er því um að gera fyrir þá sem ekki eru búnir að skrá sig, að gera það STRAX hjá tengilið síns bekkjar. Og svo þarf líka að borga, ekki gleyma því  Cool

Koma ekki örugglega allir með????

 

Fyrir hönd óvissuferðarstjórnenda

Fríða Péturs

 


Af upphitunum

Góðan veðurdag

 

Það dugði ekkert minna til en að eyjan okkar fallega fagnaði með látum þegar við hittumst á Hilton á fimmtudaginn !!! Hún fór auðvitað svolítið fram úr sér og fagnaðarlætin voru heldur ýkt, sem var alger óþarfi. Við höfum auðvitað alltaf verið sérstök svo það er svo sem ekki skrítið að náttúrunni þyki við hæfi að fagna með okkur. Nú trúum við því bara staðfastlega að náttúran fagni með glampandi sól og blíðu þegar við hittumst á Akureyri.

 

Það var mun betri mæting á Hilton á fimmtudaginn en í vikunni á undan. Það var mjög gaman að hitta þann föngulega hóp. Fögnuður náttúrunnar hafði hins vegar einhver áhrif á myndavélina mína (þið vitið; „árinni kennir illur ræðari“) svo fæstar myndirnar síðan í þessari upphitun enduðu í fókus. Það eru samt nokkrar misgóðar komnar inn í möppu í albúminu. Það gengur bara betur næst. Wink

 

Við ætlum að halda áfram að hita svona upp. Það er gott fyrir liðsandann og svo er það svo svakalega gaman. Vondi sjá enn fleiri sér fært að koma á Hilton á næsta fimmtudag kl 17.00. Það er svo gaman. Happy

 

Hlakka til að sjá ykkur sem flest í næstu viku.

Ásta Júlía

 

 


Myndir

http://gallery.mac.com/alhf#100005&bgcolor=black&view=grid

 

getið skoðað með ýmsum hætti,  sjá um það neðst í vinstra horni.


Óvissuferð 20 ára stúdentar

Kæru skólasystkin.júní03 059

Inn eru komnar margar flottar myndir sem Adolf tók í óvissuferðinni okkar 2003.

Innan okkar hóps er mikil stemmning,"útlendingarnir" okkar ætla allir að mæta.

Geri aðrir betur.  

Hlökkum til að hitta ykkur.

"Bekksögnin 6 B"


Myndir

Myndir:

http://gallery.mac.com/alhf

20 ára afmælið,  Partý,  ýmsar myndir (f partý, u partý, auðvitað spánn, dimiteringar, myndir af öllum bekkjum, MA skúrinn og eitthvað meira.)

kv Þorsteinn


Hilton og myndir frá 20 ára afmælinu

Sæl öll

Ég vil byrja á því að minna ykkur á að við sem stödd verðum á suðurlandi á morgun, stefnum að því að hittast, sbr. færslu hér neðar á síðunni sem skrifuð var 23. maí s.l. Kíkið á hana og mætið endilega á Hilton á morgun kl 17.00

Svo frétti ég á skotspónum fyrir nokkrum vikum að hann Þorsteinn bekkjarbróðir minn lúrði á myndum síðan í 20 ára afmælinu okkar.  Ég bað hann endilega um að setja þær inn á vefinn því engar slíkar hafa borist. Hann var meira en tilbúinn til að gera það. Það dróst víst aðeins og í dag sendi hann mér krækju inn á vef, þar sem hann hefur komið þessum myndum fyrir.  http://web.mac.com/alhf/Site/Photos.html  Ég sá að það var greinilega mjög gaman hjá ykkur. Kíkið endilega á þetta og rifjið upp Grin 

Ef einhverjir fleiri eiga myndir frá einhverjum tímapunkti þar sem við höfum verið saman, í skólanum eða á stúdentsafmæli þá væri gaman að sjá þær hér á vefnum.

Hlakka til að sjá ykkur sem flest á morgun
Ásta Júlía


Óvissuferðin okkar 15. júní 2008

Hér koma nýjustu upplýsingar um óvissuferð. Þær eru ákaflega mikilvægar svo lesið nú af athygli kæru skólasystkin.

 

Nú er komið að því að skrá sig í óvissuferð. Bekkjarfulltrúar sjá um að skrá ykkur og munið að láta vita ef þið takið maka með. Ef þið hafið ekki póstfang bekkjarfulltrúa má senda skráningu á fridap@akmennt.is. Um leið og þið skráið ykkur eruð þið beðin um að greiða óvissuferðina sem kostar 6000 á mann. Vinsamlega leggið inn á 1145-05-444179, kt. 181063-3009. Setjið nafn og bekk sem skýringu og sendið bekkjarfulltrúa og Hrafnhildi hrafnhildur@alhf.is póst um að þið hafið greitt.

 

Óvissuferðin verður á vit íslenskrar náttúru og sveitamenningar svo best er að vera klæddur til útiveru. Ekki langur akstur og hreyfing verður hæfileg fyrir fólk sem er á besta aldri. Skráið ykkur fyrir 2. júní.

 

Mjög mikilvægt: Skrá sig í óvissuferð og greiða hana, skrá sig í Höllina www.bautinn.muna.is (miðana greiðið þið þegar þið sækið þá) og svo má ekki gleyma reikningi 25 ára stúdenta, leggja inn á hann sem fyrst 0101-05-271141 kt. 141163-5319 , - kr. 7000. Þegar þessu er lokið þá eruð þið klár í slaginn.

 

Við hlökkum til að sjá ykkur öll,

Fríða Pétursdóttir


Annar í upphitun

Anna Magga 

Kæru skólasystkini

 

Eins og fram kemur í færslu síðan í gær, var auglýst upphitun fyrir norðurferð seinnipartinn í gær, með mjög stuttum fyrirvara. Eins og við var að búast þá mættu fáir en það var mjög gaman og fáir höfðu breyst neitt að ráði eins og sést á myndunum í albúminu. Þess vegna var ákveðið að endurtaka þetta eftir viku svo fleiri geti mætt.

 

Við ætlum sem sagt að hittast á Hilton við Suðurlandsbraut fimmtudaginn 29. maí klukkan 17.00. Vonandi geta sem flestir úr árganginum okkar sem eru á stór höfuðborgarsvæðinu mætt og átt huggulega stund með gömlum félögum. Það er fyllilega þess virði.

 

Þeir sem eru svo óheppnir að geta ekki mætt í afmælisfagnaðinn í júní geta líka mætt þarna til að fá smá sárabót fyrir að komast ekki norður.

 

Takið þennan seinnipart frá og komið og njótið þess að hita upp fyrir norðurferðina.

Hlakka til að sjá ykkur

Ásta Júlía


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Stefán Jóhannesson
Stefán Jóhannesson

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Fólk

Öldungadeild

Anna Björg Björnsdóttir, Björk Axelsdóttir, Helga Steindórsdóttir, Helga Hrönn Unnsteinsdóttir, Hrefna Hjálmarsdóttir, Kolbrún Guðveigsdóttir, Margrét Árnadóttir, Ragnheiður Haraldsdóttir, Sigrún Ásdís Gísladóttir, Þórdís Hólmfríður Jónsdóttir.

6.V Verslunardeild

Anna Eðvarðsdóttir, Helga Hólmfríður Gunnlaugsdóttir, Jón Eyfjörð Friðriksson, Kristín Lára Ásmundsdóttir, Pétur Örn Jónsson, Sigríður Jóhannsdóttir, Sigurður Pétur Ólafsson, Tómas Ingi Jónsson, Þórður Gunnar Haraldsson

6.X Eðlisfræðideild

Ármann Einar Helgason, Hjörtur Þráinsson, Ingólfur Tjörvi Einarsson, Jóhannes Árnason, Jón Þór Gunnarsson, Kristján Sigurður Sigtryggsson, Sigurður Gunnlaugsson, Sigurjón Halldórsson, Skúlí Jóhannesson, Stefán Hóhannesson, Sveinn Ingimarsson, Þórarinn Sigurðsson.

6.U Náttúrufræðideild

Anna Margrét Guðmundsdóttir, Ásta Margrét Ásmundsdóttir, Birgitta Birgisdóttir, Freydís Anna Arngrímsdóttir, Guðrún Halldórsdóttir, Guðrún Ingimarsdóttir, Hannes Valur Gunnlaugsson, Hrafnhildur Björnsdóttir, Ingimar Guðmundsson, Jón Eiríksson, Jón Rafn Pétursson, Jón Þórisson, Kristján Ingi Friðriksson, Lilja Stefánsdóttir, María Hrönn Gunnarsdóttir, Sigríður Rannveig Vigfúsdóttir, Sigurbjörg Ragna Marteinsdóttir, Soffía Björk Guðmundsdóttir, Þórey Brynjarsdóttir

6.T Náttúrufræðideild

Aðalgeir Sigurðsson, Aðalheiður Eiríksdóttir, Ásdís Ingvarsdóttir, Ásrún Ýr Kristmundsdóttir, Baldvin Birgisson, Birgir Örn Arnarson, Elínborg Stefánsdóttir, Friðfinnur Hermannsson, Garðar Jón Bjarnason, Jakob Kristinsson, Jóhann Örlygsson, Ólafur Jósefsson, Ólöf Elmarsdóttir, Pétur Steinar Hallgrímsson, Rósa Jóhannesdóttir, Sigrún Marta Gunnarsdóttir, Þórdís Borgþórsdóttir, Þórir Schiöth, Þrúður Gísladóttir.

6. F Félagsfræðideild

Auður Hafdís Björnsdóttir, Árni Finnsson, Ásta Júlía Hreinsdóttir, Ester Margrét Ottósdóttir, Fjóla Kristín Helgadóttir, Fríða Pétursdóttir, Friðgeir Sigurðsson, Guðbjörg Ingimundardóttir, Gunnhildur Hafdís Gunnlaugsdóttir, Halldór Ingi Ásgeirsson, Hreiðar Eiríksson, Ingvar Haraldsson, Jóhannes Sigfússon, Karl Ágúst Andrésson, Kristín Guðrún Gunnlaugsdóttir, Lára Ágústa Ólafsdóttir, Sæbjörg Sigurgeirsdóttir, Valdimar Andrésson, Þórhildur Sveinsdóttir, Þorlákur Axel Jónsson, Þorsteinn Hjaltason.

6.B Máladeild

Adolf Ingi Erlings Árni Hrólfur Helgas. Björg S. Árnad. Emelía Bára Jóns. Guðlaugur Viktors. Hjalti Jóhanness. Inga Dagný Eydal Sigrún Hulda Sigmunds Sigurður Kristinss. Sigurður R. Þrastar. Svava Þ. Hjaltalín Sveinn Ó. Eiríks.

6.A Máladeild

Anna Kristín Árnad. Anna Guðlaug Jóhannsd. Árný H. Reynisd. Ásdís Jensd. Ásta Jóna Ragnarsd. (látin) Bryndís Björns Gunnhildur Ottós Heiðrún Kristjánsd. Helga Baldvins Hildur Péturs Ingibjörg H Stefáns Jóna V. Héðins Kristjana G. Halld. Lára Magg Lára Þorst. Nanna P. Dungal Sigurlaug L Svavars Steinunn I Óttars Þóra Ingimars

Póstlisti

  • Stefán J

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband