Leita í fréttum mbl.is

Komu kennararnir aldrei á söngsal?

Ég sá það á síðu 40 ára stúdenta að undirbúningsnefnd þeirra heldur að þeirra frómi árgangur sé sá eini sem kunni „Burtu með sút“. GetLost

Ég er bara alls ekki sammála og vil halda uppi vörnum fyrir minn frábæra árgang. Þegar við vorum í MA var „Burtu með sút“ sungið a.m.k. einu sinni á hverjum söngsal, því það var svo gaman að hoppa þannig að gólfið á sal dúaði verulega. Grin  Ég sá að einhverjir af okkar ekki svo gömlu kennurum eru í undirbúningsnefnd 40 ára stúdenta. Það segir mér að kaffið á kennarastofunni hafi bragðast vel þegar við vorum á söngsal og enginn þeirra lagt leið sína á Sal. Það segir mér líka að hoppin okkar voru ekki jafn áhrifamikil og ég hélt. Mér fannst allur skólinn skjálfa en líklega hefur sá skjálfti ekki borist á kennarastofuna.  Sideways

 

Textinn við „Burtu með sút“ birtist að sjálfsögðu í þeirri frábæru bók Söngbók MA sem kom út í apríllok 1983. Sú góða bók var mikið notuð á vordögum 1983 og hefur fólk sést með hana upp á vasann við ýmis tækifæri síðan. Er ekki tilvalið að pakka henni niður fyrir næstu helgi?

Ef einhver skyldi hafa týnt bókinni þá er textinn a.m.k. hér eins og hann birtist í þessari góðu söngbók.

 

Burtu með sút,

bróðir drekk út,

svo búi með oss gleði.

Tak þennan kút

og kneifaðu´  af stút,

kátt verður þér í geði.

Hlýnar þér þá

frá haus oní tá,

og hoppa þig fer að langa.

Súptu því á,

meðan sopa´ er að fá.

Svona á lífið að ganga.

 

Rósína mín dýra

í dansinn viltu stíga

við kónginn í Krít.

Ég er ekki fríður

en feikilega blíður.

Á nóttunni engu síður,

en aðrir vil ég mitt.

Í myrkri eru allir kettir eins á lit.

Á lit.

 

Aðalniðurstaðan er þó sú, að við kunnum „Burtu með sút“ og getum sko enn hoppað!!! Mig er farið að langa verulega til að hoppa með ykkur.  Whistling

Mikið hlakka ég til.

ÁJ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Inga Dagný Eydal

Jú við kunnum þetta svo sannarlega það er ábyggilegt en kannski ekki seinni tíma árgangar. Kannski er bara ágætis hugmynd að hafa sýnikennslu í þessu ágæta lagi. Hins vegar er þetta í söngskránni í höllinni það er alveg öruggt

Inga Dagný Eydal, 7.6.2008 kl. 16:58

2 Smámynd: Sverrir Páll Erlendsson

Gott að á þetta er minnst. Þetta hefur að vísu eitthvað skolast til einhvers staðar, en við töldum að Burtu með sút væri meðal þeirra laga sem væru NÚ orðin úrelt og óþekkt þeim sem ERU í skólanum, en Það var í Vaglaskóg kynnu hins vegar trúlega fáir aðrir en við. Auðvitað sunguð ÞIÐ þetta og rifuð raddböndi í AÁ LIIIIIIIIIIIIIT!

Kennararnir fóru stöku sinnum á söngsal þótt kaffið væri gott, en það hafa samt ekki nema eitthvað 10-15 manns af okkur 122 kennt við MA :)

Gleðilega hátíð! 

Sverrir Páll Erlendsson, 10.6.2008 kl. 09:42

3 Smámynd: Ásta Júlía Hreinsdóttir

Gleðilega hátíð, smömuleiðis, Sverrir Páll!

Mér finnst nú algert met að 10 - 15 manns úr sama útskrifatarárgangi hafi kennt við sama skólann!!!  Ætli það sé einsdæmi?

Ef staðreyndin er sú að Burtu með sút er úrelt lag þá vita núverandi nemendur bara alls ekki af hverju þeir eru að missa. Þarf ekki bara að kenna þeim þetta? 

Ásta Júlía Hreinsdóttir, 10.6.2008 kl. 17:15

4 Smámynd: Sverrir Páll Erlendsson

Það er ótrúlega erfitt að kenna ungum hundi að sitja ef honum finnst það ekki töff.

Sverrir Páll Erlendsson, 12.6.2008 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Jóhannesson
Stefán Jóhannesson

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Fólk

Öldungadeild

Anna Björg Björnsdóttir, Björk Axelsdóttir, Helga Steindórsdóttir, Helga Hrönn Unnsteinsdóttir, Hrefna Hjálmarsdóttir, Kolbrún Guðveigsdóttir, Margrét Árnadóttir, Ragnheiður Haraldsdóttir, Sigrún Ásdís Gísladóttir, Þórdís Hólmfríður Jónsdóttir.

6.V Verslunardeild

Anna Eðvarðsdóttir, Helga Hólmfríður Gunnlaugsdóttir, Jón Eyfjörð Friðriksson, Kristín Lára Ásmundsdóttir, Pétur Örn Jónsson, Sigríður Jóhannsdóttir, Sigurður Pétur Ólafsson, Tómas Ingi Jónsson, Þórður Gunnar Haraldsson

6.X Eðlisfræðideild

Ármann Einar Helgason, Hjörtur Þráinsson, Ingólfur Tjörvi Einarsson, Jóhannes Árnason, Jón Þór Gunnarsson, Kristján Sigurður Sigtryggsson, Sigurður Gunnlaugsson, Sigurjón Halldórsson, Skúlí Jóhannesson, Stefán Hóhannesson, Sveinn Ingimarsson, Þórarinn Sigurðsson.

6.U Náttúrufræðideild

Anna Margrét Guðmundsdóttir, Ásta Margrét Ásmundsdóttir, Birgitta Birgisdóttir, Freydís Anna Arngrímsdóttir, Guðrún Halldórsdóttir, Guðrún Ingimarsdóttir, Hannes Valur Gunnlaugsson, Hrafnhildur Björnsdóttir, Ingimar Guðmundsson, Jón Eiríksson, Jón Rafn Pétursson, Jón Þórisson, Kristján Ingi Friðriksson, Lilja Stefánsdóttir, María Hrönn Gunnarsdóttir, Sigríður Rannveig Vigfúsdóttir, Sigurbjörg Ragna Marteinsdóttir, Soffía Björk Guðmundsdóttir, Þórey Brynjarsdóttir

6.T Náttúrufræðideild

Aðalgeir Sigurðsson, Aðalheiður Eiríksdóttir, Ásdís Ingvarsdóttir, Ásrún Ýr Kristmundsdóttir, Baldvin Birgisson, Birgir Örn Arnarson, Elínborg Stefánsdóttir, Friðfinnur Hermannsson, Garðar Jón Bjarnason, Jakob Kristinsson, Jóhann Örlygsson, Ólafur Jósefsson, Ólöf Elmarsdóttir, Pétur Steinar Hallgrímsson, Rósa Jóhannesdóttir, Sigrún Marta Gunnarsdóttir, Þórdís Borgþórsdóttir, Þórir Schiöth, Þrúður Gísladóttir.

6. F Félagsfræðideild

Auður Hafdís Björnsdóttir, Árni Finnsson, Ásta Júlía Hreinsdóttir, Ester Margrét Ottósdóttir, Fjóla Kristín Helgadóttir, Fríða Pétursdóttir, Friðgeir Sigurðsson, Guðbjörg Ingimundardóttir, Gunnhildur Hafdís Gunnlaugsdóttir, Halldór Ingi Ásgeirsson, Hreiðar Eiríksson, Ingvar Haraldsson, Jóhannes Sigfússon, Karl Ágúst Andrésson, Kristín Guðrún Gunnlaugsdóttir, Lára Ágústa Ólafsdóttir, Sæbjörg Sigurgeirsdóttir, Valdimar Andrésson, Þórhildur Sveinsdóttir, Þorlákur Axel Jónsson, Þorsteinn Hjaltason.

6.B Máladeild

Adolf Ingi Erlings Árni Hrólfur Helgas. Björg S. Árnad. Emelía Bára Jóns. Guðlaugur Viktors. Hjalti Jóhanness. Inga Dagný Eydal Sigrún Hulda Sigmunds Sigurður Kristinss. Sigurður R. Þrastar. Svava Þ. Hjaltalín Sveinn Ó. Eiríks.

6.A Máladeild

Anna Kristín Árnad. Anna Guðlaug Jóhannsd. Árný H. Reynisd. Ásdís Jensd. Ásta Jóna Ragnarsd. (látin) Bryndís Björns Gunnhildur Ottós Heiðrún Kristjánsd. Helga Baldvins Hildur Péturs Ingibjörg H Stefáns Jóna V. Héðins Kristjana G. Halld. Lára Magg Lára Þorst. Nanna P. Dungal Sigurlaug L Svavars Steinunn I Óttars Þóra Ingimars

Póstlisti

  • Stefán J

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband